Gersemar Fljótsdals - Hönnunarsmiðja fyrir hagleiksfólk

Gersemar Fljótsdals - Hönnunarsmiðja fyrir hagleiksfólk. 

Hefur þú áhuga á minjagripagerð, gjafavörum eða nytjamunum!?

Daganna 2.-3. september verður haldin tveggja daga hönnunarsmiðja þar sem markmiðið er að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal.
Markmiðið er einnig að skapa vettvang fyrir listamenn, handverksfólk og hönnuði, faglærða sem ófaglærða til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á þessum gersemum, um leið og áhersla er lögð á að nýta sem mest einstakt hráefni úr héraði.
Afrakstur hönnunarsmiðjunnar verða vel mótaðar hugmyndir sem raunhæft er að fjöldaframleiða og/eða vinna sem einstaka sérvöru með markvissa tengingu við sögu, menningu eða náttúru Fljótsdals, Austurlands.
Þátttakan er opin öllum á landinu sem áhuga hafa á viðfangsefninu og leggja í svolitla áskorun.
Skráningarfrestur er til 1. ágúst 2022. Skráning þarf að berast í gegnum þetta form: https://forms.gle/ouTazzMyijewCfvy8
Greiða þarf 7000 kr þátttökugjald eftir að skráningarfrestur rennur út (nánar síðar).
Hvatt er til þess að þátttakendur sem koma að, bóki gistingu hjá Hengifoss gistihúsi https://hengifossguest.is/is/heim/ og nefni viðburðinni við bókun. Fleir kostir eru í boði á svæðinu sjá hengifoss.is
Dagskrá, með fyrirvara um breytingar:
Föstudagurinn, 2. september.
Kl. 13:00 Minjasafnið á Egilsstöðum
• Náttúra og menningarlandslag Fljótsdals. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar Framtíðar í Fljótsdal.
• Gersemar Fljótsdals. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands.
• Hlutverk og stefna Safnbúðar Þjóðminjasafnsins. Hafdís Björk Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Þjóðminjasafnsins.
Kl. 15:00 Hús Handanna
• Gjafavara og nytjahlutir úr staðbundnum hráefnum. Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri Húsi Handanna.
Kl. 16:30 Fljótsdalurinn
• Hugkveikjur – Samvinna - Hugarflug
Kl. 18:00 Hengifoss Gistihús
Laugardagurinn, 3. september.
Kl. 09:00 Félagsheimilið Végarður
• Frá hönnun að söluvænlegri vöru. Sunneva Hafsteinsdóttir, Handverki og hönnun.
• Hönnunarsmiðja með ráðgjöf fagfólks.
Kl. 16:00 Áætluð dagskrárlok.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Austurlands, Fljótsdalshreppi og smfélagsverkefninu Fögur framtíð í Fljótsdal.