ATH! Ný dagsetning á viðburðinum
Skráning á viðburðinn Grasrótarhandverk
29. ágúst kl 18 á Eiðistorgi 15 (sýningarrými Handverk og hönnun).
Handverk og Hönnun hefur það markmið að styrkja stöðu grasrótar listamanna og hönnuða sem starfa með handverk í sinni sköpun.
Á þessum viðburði tökum við umræðu um þarfir einstaklinga fyrstu árin eftir útskrift og hvernig Handverk og Hönnun getur nýtt sína stöðu til þess að hjálpa þeim að þróa þeirra listsköpun og starfsferil. Við munum þá einnig skoða hvernig Handverk og Hönnun getur veitt fræðslu og tengslamyndun við aðra fagmenn og stofnanir, bæði innanlands og erlendis, til að styrkja stöðu og sýnileika grasrótarlistamanna á list- og hönnunarsviði.
Aðeins 15 pláss eru í boði, tekið verður tillit til handverksgreina fyrir fjölbreytni.
Ef þú
Þá bjóðum við þér að skrá þig(sjá form hér að neðan) á viðburðinn Grasrótarhandverk 29. ágúst 2024 klukkan 18.00 á Eiðistorg 15 (sýningarrými Handverks og Hönnunar).
Boðið verður upp á veitingar.
Vegna takmarkaðs pláss á viðburðinn sendum við staðfestingu í gegnum netfang.
Skráðu þig https://www.handverkoghonnun.is/is/moya/formbuilder/index/index/grasrotarlistamenn-i-handverki