Guðrún Borghildur sýnir í Herbergi Kirsuberjatrésins

Guðrún Borghildur hefur opnað sýningu á silkislæðum í Herbergi Kirsuberjatrésins.

Engin formleg opnun verður haldin, en sýningin stendur til sunnudagsins 28. mars og verður sýningin opin á opnunartíma verslunarinnar. 
Á meðan á sýningunni stendur verður 10% afsláttur af öllum slæðum.
Slæðurnar eru úr afturnýttu hráefni, bæði silkiblússum, -kjólum og -bindum. Flest hráefnið er ættað úr Rauða krossi Íslands. Þær eru saumaðar í hring svo þær sitji vel og fari sem best.
 
Opnunartími Kirsuberjatrésins: 11-18 alla virka daga og 11-17 á laugardögum. Munum sóttvarnir og grímuskyldu.
 
Nánar um Guðrúnu Borghildi: