HANDMÁLUÐ SILKISJÖL

Helga Pálína Brynjólfsdóttir textílhönnuður sýnir handmáluð silkisjöl hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi. 

Helga Pálína Brynjólfsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki, í Finnlandi 1988 en hafði áður lokið B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis.
Hún kennir textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Sjölin sem Helga Pálína sýnir á Eiðistorgi eru úr Habotai silki.