Handverk og hefðir: málþing, sýningaropnun og búningaráðgjöf

Handverk og hefðir
Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin?

Minjasafn Austurlands og Hallormsstaðaskóli efna til málþings um þjóðlegar handverkshefðir og
aðferðir og þau tækifæri sem felast í arfleifð okkar á því sviði.

Í Safnahúsinu, Laufskógum 1, Egilsstöðum, laugardaginn 1. júní kl. 13:00

Dagskrá:
Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands: Setning
Bryndís Fiona Ford, skólastjóri Hallormsstaðaskóla: Hallormsstaðaskóli - Sjálfbærni, sköpun, textíll
Margrét Valdimarsdóttir formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands: Hamingjan býr í handverkinu
Kristín Vala Breiðfjörð formaður þjóðháttafélagsins Handraðans á Akureyri: Kynning á starfsemi
þjóðháttafélagsins Handraðans.
Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein af Spunasystrum: Að vinna úr eigin afurðum.
Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú: Gróður fortíðar – gróði framtíðar

Að málþingi loknu, klukkan 15:00

Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!

Áttu þjóðbúning inn í skáp? Er farið að falla á silfrið? Hefur hann „minnkað“ eða bilað?
Kanntu ekki að klæðast honum? Komdu með búninginn í Safnahúsið og fáðu ráðgjöf
frá sérfræðingum í þjóðbúningasaumi og búningasilfri.
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir

Nánar um viðburðinn á Facebook