HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur 2024

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldin árlega í 21 ár og þann 7.-11. nóvember næstkomandi fer hún fram í 22. sinn. Árlega sækja þúsundir fólks sýninguna og hefur viðburðurinn fest sig í sessi sem fyrsta skref í undirbúningi jóla.

Í handverki listmanna og hönnun er að finna einstaka og sérstæða þekkingu á efni og aðferðum sem listamennirnir hafa þróað með sér í áranna rás. Handverk er í eðli sínu sjálfbært og hefur í gegnum kynslóðir borið áfram sértæka þekkingu á nýtingu íslenskra afurða.

Vörur í handverkslist og -hönnun geta verið góð fjárfesting þar sem þær hafa tilhneigingu til að vaxa að verðgildi með tímanum vegna sérþekkingar listamannsins sem býr í verkinu.

 
Sýningin er opin
Fimmtudaginn 7.nóvember kl. 16-19
Föstudaginn 8. nóvember kl. 12-18
Laugardaginn 9. nóvember kl. 12-18
Sunnudaginn 10. nóvember kl. 12-18
Mánudaginn 11. nóvember kl. 12-18
 
ATH:
Pop up viðburður – Lifandi handverk
Laugardaginn 09.11.24 kl. 12-18
Botanical sculptures from leather
by Tatiana Solovyeva
“Leather. The sustainable co-product of food industry.
Year after year, significant numbers of cattle hides and fish skins are put into waste. Year after year, a significant amount of left-over leather is put into waste by the garment industry. Year by year, our leather garments age, and many end up in waste. Year after year, megatons of short-lived cut flowers are put into waste.
I turn leather into sustainable flowers.”

 

Sýnendur í ár eru:
Níu heimar
Agú
Bryn design
Fluga design
Mar Jewelry
Cycle sac by kurlproject
Utanum
Milla víravirki
Hraundís
Icelandicknives
Katrín Þórey Gullsmiður
Krósk
NORDIC COLLECTIVE
ÓliHilm
Gluggagallerý
MØNSTER REMADE
No1kerti
Vera Design
ViOLiTA
Prjónabarasta
Matta
HALLDORA
Barnaból ehf.
Nytys
Undur umvafin íslenskri náttúru
Charlotta keramik
Stafrói
Andri Snær
Casa Berg
Alrún
Vorhús