HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur hefst í næstu viku

HANDVERK OG HÖNNUN
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
18.-22. NÓVEMBER 2021

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin í tuttugasta sinn í næsta mánuði. Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni.
Hér er rafrænn bæklingur með upplýsingum um sýnendur og vörur þeirra.