Nú liggur loks fyrir að sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin í nóvember n.k. Um er að ræða árlega sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði sem haldin hefur verið síðan árið 2006. Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku og er umsóknarfrestur til 13. september nk.
Sýningin stendur í 5 daga og er aðgangur ókeypis.
Opnunartími:
Fimmtudagur 23. nóv. kl. 16-19
Föstudagur 24. nóv. kl. 11-18
Laugardagur 25. nóv. kl. 11-18
Sunnudagur 26. nóv. kl. 11-18
Mánudagur 27. nóv. kl. 11-18
Upplýsingar:
Kostnaður:
Þátttökugjald vegna sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2017
er kr. 78.000 fyrir hverja einingu.
Innifalið í þátttökugjaldinu er:
Vinsamlegast vandið útfyllingu á sérstöku rafrænu eyðublaði.
Umsóknir um þátttöku verða að berast í síðasta lagi 13. september 2017
Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir 19. september 2017.
Nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin alla virka daga frá kl. 9-16, s. 551 7595 og 899 7495.