Handverk og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember!

Nú liggur loks fyrir að sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin í  nóvember n.k. Um er að ræða árlega sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði sem haldin hefur verið síðan árið 2006. Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku og er umsóknarfrestur til 13. september nk. 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Sýningin stendur í 5 daga og er aðgangur ókeypis.

Opnunartími: 

Fimmtudagur 23. nóv. kl. 16-19
Föstudagur 24. nóv. kl. 11-18
Laugardagur 25. nóv. kl. 11-18
Sunnudagur 26. nóv. kl. 11-18
Mánudagur 27. nóv. kl. 11-18

Upplýsingar: 

  • Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku á sýningunni.
  • Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur og er ný valnefnd er skipuð fyrir hverja sýningu.
  • Mikilvægt er að sýningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir.
  • Mikilvægt er að þeir sem hafa áður tekið þátt í sýningunni taki fram í umsókn ef þeir ætla að kynna nýjar vörur.
  • Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina.

Kostnaður:

Þátttökugjald vegna sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2017
er kr. 78.000 fyrir hverja einingu.
Innifalið í þátttökugjaldinu er:

  • Kynningaraðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur í 5 daga, nafnamerking, veggir, borð og lýsing.  Barmmerki fyrir sýnendur og aðstoðarfólk.
  • Kynning á heimasíðu með myndum. Heimasíðan verður áfram opin að sýningunni lokinni.
  • Umfangsmikil kynning/auglýsing á sýningunni.

Vinsamlegast vandið útfyllingu á sérstöku rafrænu eyðublaði.

Umsóknir um þátttöku verða að berast í síðasta lagi 13. september 2017
Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir 19. september 2017.

Nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin alla virka daga frá kl. 9-16, s. 551 7595 og 899 7495.