04. júní, 2018
H A N D V E R K
O G H Ö N N U N
í Ráðhúsi Reykjavíkur
22. til 26. nóvember 2018
UMSÓKNARFRESTUR ER FRAMLENGDUR TIL 27. ÁGÚST 2018
HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 22. til 26 nóvember 2018.
Sýningin stendur í fimm daga og er aðgangur ókeypis.
Upplýsingar:
- Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku á sýningunni.
- Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur og er ný valnefnd er skipuð fyrir hverja sýningu.
- Mikilvægt er að sýningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir.
- Mikilvægt er að þeir sem hafa áður tekið þátt í sýningunni taki fram í umsókn ef þeir ætla að kynna nýjar vörur.
- Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina.
Nánari upplýsingar um sýninguna í nóvember má finna hér