Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl n.k.
Handverkshátíðin í Eyjafjarðasveit er fyrir lifandi löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera einn stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu.
Handverkshátíðin verður nú haldin í 25. sinn. Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur, skart o.fl. sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni og fær hátíðin um 15-20 þúsund heimsóknir ár hvert.
Á útisvæðinu verður hægt að bragða á og kaupa góðgæti á sveitamarkaði og kynna sé miðaldabúðir. Listasmiðja fyrir börn sló í gegn á síðustu hátíð og verður árlegur viðburður á Handverkshátíð.
Það verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna dagana 10.-13.ágúst á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, 10 km sunnan við Akureyri.
Eigið með okkur góða daga í Eyjafjarðarsveit.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á handverk@esveit.is
Hér er hægt að sækja um: http://www.esveit.is/handverkshatid/umsoknareydubladid