Að venju býður Heimilisiðnaðarfélagið upp á handverksnámskeið fyrir 8 - 12 ára börn í sumar. Það jafnast fátt á við að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Haldin verða tvö námskeið, 4.-7. ágúst (4 dagar) og 10.-14. ágúst (5 dagar) kl. 9-16 í húsnæði HFÍ í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni - sjá nánar hér.