Haustsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, hefst helgina 13.-14. nóvember kl. 13:30-17:30. Sýnendur eru 23 og þemað frjálst þannig að búast má við fjölbreytni.
Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð við Garðatorg 1 í Garðabæ. Í stað opnunarhófs við upphaf sýningar verður móttökuhóf fimmtudaginn 18. nóvember kl. 19-22 þar sem Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir syngja og flytja tónlist upp úr kl. 19. Léttar veitingar verða í boði og tækifæri gefst til að spjalla við myndlistarmennina sem verða við sýninguna.
Garðbæingar jafnt sem aðrir eru hvattir til að koma og gleðjast með Grósku en gæta þó að sóttvörnum.
Haustsýningin verður síðan opin áfram helgarnar 20.-21. og 27.-28. nóvember kl. 13:30-17:30.
Nánar um viðburðinn á Facebook