Bæklingur með námskeiðum Heimilisiðnaðarskólans vorið 2020 er kominn út - nálgast má bækinginn á pdf formi hér.
Námskeiðin eru að venju blanda af hefðbundnum þjóðlegum námskeiðum eins og þjóðbúningasaumi, tóvinnu, vefnaði og útsaumi í bland við nýjungar eins og töskusaum, hattagerð, litafræði, tálgun, sápugerð o.fl. Námskeiðin eru fjölbreytileg og því víst að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið skoli@heimilisidnadur.is.