Þann 17. júlí opnaði Helga Pálína Brynjólfsdóttir sýningu á textílverkum í Smiðsbúðinni. Verkin á sýningunni eru smáverk unnin í textíl, tré og móberg. Verkin eru náttúrulegar tilvísanir, um líf sem kviknar og liti sem birtast eftir gráma vetrar upp úr hrjóstrugu landslagi.
Helga Pálína hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hún lauk MA-gráðu frá textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki í Finnlandi árið 1988 og hefur starfað sem stundakennari við Hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
Sýningin er opin alla daga á opnunartíma Smiðsbúðarinnar til 29. ágúst.
Smiðsbúðin
Geirsgata 5a
101 Reykjavík