Helga Ragnhildur er fædd árið 1980. Hún lauk námi frá Edinburgh College of Art árið 2007. Hún fer sínar eigin leiðir og í verkum hennar kemur fram kraftur þess hljóða og smáa. Helga hefur mikið notað rekavið í skartgripi sína allt frá námsárunum en rekaviðinn tínir hún sjálf norður á Ströndum. Minningar og íhugun bindast efni og formi svo úr verður mjög persónuleg túlkun í skartgripum hennar. Á sýningunni í Washington D.C. eru hálsmen og nælur.
Sýningin "The Space in Between" stendur til 3. nóvember n.k.
Smelltu hér til að sjá nánar um Helgu Ragnhildi Mogensen og verk hennar.