Homo Faber Guide er netmiðill tileinkaður evrópsku handverki. Þar er hægt að skoða handverksmenn og verk þeirra, finna söfn, gallerí og verslanir sem selja einstaka hluti í borgum um alla Evrópu.
Homo Faber Guide er gefinn út af Michelangelo Foundation sem hefur að markmiði að vekja athygli á og varðveita evrópskt handverk og efla tengslanet í Evrópu. Homo Faber Guide var opnaður í fyrra og nú er fjölbreytt efni frá 26 Evrópulöndum þar inni. Kynning á yfir 800 evrópskum handverks- og listamönnum er á þessum aðgengilega og flotta vef sem stækkar stöðugt. Nú þegar eru nokkrir framúrskarandi íslenskir aðilar skráðir í þennan gagnagrunn og munu fleiri bætast við á næstunni.
Endilega kíkið á Homo Faber Guide en einnig er hægt að fylgjast með á Instagram og gerast áskrifandi að fréttum hér.
HANDVERK OG HÖNNUN er tengiliður Michelangelo Foundation á Íslandi.