Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum hinni árlegu hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi, sem haldin verður 11. – 13. júní 2021.
Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna vesti, fyrir barn eða fullorðinn. Þema keppninnar er áferð í náttúru Íslands og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar vestinu er skilað inn í keppnina.
Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2021, þar sem verðlaun verða afhent. Vestin sem taka þátt í keppninni verða til sýnis á meðan á hátíðinni stendur.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is og þær má einnig finna á www.textilmidstod.is