Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldufólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar verkinu er skilað inn í keppnina.
Dómnefnd velur þrjú efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022, þar sem verðlaun verða afhent.
Styrktaraðilar keppninar eru Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg verðlaun.
Lambhúshetturnar sem taka þátt í keppninni verða til sýnis á meðan á hátíðinni stendur.
REGLUR:
Samkeppnin gengur út á að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldufólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina. Hönnunin skal vera ný, óheimilt er að nota áður útgefin prjónamynstur eða uppskriftir. Lambhúshetturnar skulu handprjónaðar úr íslenskri ull. Sagan á bak við hönnunina skal fylgja með, tölvuútprentuð.
UPPLÝSINGAR UM SKIL:
Síðasti skiladagur er 1. maí 2022
Verkin skal merkja með dulnefni en nafn, heimilisfang og símanúmer skal látið fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu.
Senda skal fullunnið verk til Textílmiðstöðvar Íslands:
bt: Svanhildar Pálsdóttur
Kvennaskólanum
540 Blönduósi
Móttakandi heitir fullum trúnaði við þátttakendur.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is og þær má einnig finna á www.textilmidstod.is