HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. - 8. maí
Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.
HönnunarMars, sem eins og nafnið gefur til kynna, hefur frá upphafi árið 2009 farið fram í marsmánuði en hið óvenjulega ár 2020 færði hátíðina fram í júní og nú í ár í maí. Sökum mikillar ánægju með tímasetningu hátíðarinnar nær sumri ákvað stjórn hátíðarinnar að árið 2022 færi hún fram fyrstu helgina í maí - og vonandi þá með hefðbundnari hætti en undanfarin tvö ár.