01. maí, 2023
FG
Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti.
Verið öll velkomin í opnunarhóf HönnunarMars 2023 !
Hátíðin verður sett með formlegum hætti í Hörpu 3. maí kl. 17.15 en í kjölfarið taka við opnanir og viðburðir út um alla borg, til 7. maí
Í ár endurspegla 100 sýningar, 400 þátttakendur og 100 viðburðir það sem efst er á baugi á sviði hönnunar og arkitektúrs, veita innsýn inn í nýjar lausnir og hugmyndir og sýna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir samtímans til innblásturs fyrir þátttakendur og gesti.
Skapandi tilraunir, endurvinnsla, nýsköpun, endurnýting, verðmætasköpun og leikur eru rauður þráður í dagskránni þar sem ólíkar hönnunargreinar á borð við arkitektúr, grafíska hönnun, fatahönnun, vöruhönnun og stafræna hönnun varpa ljósi á þá miklu grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi.