Sérstök hönnunarsýning verður sett upp í vitavarðarhúsinu í tilefni af Gróttudeginum, en sýningarstjórn er í höndum Sigríðar Hjaltdal Pálsdóttur. Á sýningunni getur að líta muni eftir Bybibi, Vík Prjónsdóttur, Dögg design, Gullsmiðir Erling – Helga Ósk, HAF studio, Skötu og Varpið, en hönnun þeirra tengist á einn eða annan hátt hafinu og lífríki sjávarins.
Sjá nánar hér