Hverfandi landslag

Hverfandi landslag
Listasafnið á Akureyri
06.06.20 – 20.09.20

 

Á sýningunni Hverfandi landslag taka íslenskir og finnskir listamenn höndum saman og sýna þæfð verk úr ull. Samvinnan hófst 2017 með sýningunni Northern Landscape í Jämsa, Finnlandi, sem haldin var í tilefni af 100 ára sjálfstæði landsins. Þátttakendur voru frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi.

Viðfangsefnið er áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Landslag hverfur, landslag breytist og landslag tekur á sig nýja mynd. Náttúran hefur þegar breyst og enginn veit hvað bíður komandi kynslóða í þessum efnum.

Þátttakendur: Anna Þóra Karlsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Hanna Pétursdóttir, Heidi Strand, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Aaltio Leena, Anne-Mari Ohra-aho, Eeva Piesala, Elina Saari, Kikka Jelisejeff, Leena Sipilä, Mari Hämäläinen, Mari Jalava, Marika Halme, Marjo Ritamäki, Rea Pelto-Uotila, Rutsuko Sakata, Sirpa Mäntylä, Tiina Mikkelä og Tupu Mentu.

Sýningarstjóri: Anna Gunnarsdóttir.

Sjá nánar á vef Listasafnsins á Akureyri