Verk Eyglóar á sýningunni Í stærra samhengi eru hluti af persónulegu rannsóknarferli sem hún hefur unnið með um langt skeið og er ekki lokið. Efniviðurinn skiptir þar höfuðmáli, hann leitar til listamannsins frekar en öfugt og kemur með innblástur. Inntak sýningarinnar er hvernig bókverk hafa áhrif á gerð listaverka og listaverk áhrif á gerð bókverka. Verkin lifa bæði í heimi bókverka og myndlistar og eru hugsuð til að skynja frekar en skilja.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 11. nóvember. Ókeypis inn og öll velkomin.