Í sumar hafa Þær stöllur hjá Nordic Angan, Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir, verið með sýningar- og vinnuaðstöðu í anddyri Hönnunarsafnsins þar sem þær hafa unnið að rannsóknarverkefni sem felur í sér að kortleggja ilmi í íslenskri náttúru með því að eima jurtir. Samhliða kortlagningunni hafa þær nýtt afurðirnar í hönnun og framleiðslu á handgerðum reykelsum, kertum, ilmmyndum, plakötum og veggfóðri. Þessar afurðir verða til sölu á uppskeruhátíðinni og Sonja og Elín munu fræða gesti um verkefnið og bjóða upp á blóma smakk.