Nordic angan Ilmbankinn er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Elín Hrund og Sonja Bent hafa undanfarin ár eimað íslenskar jurtir í tengslum við rannsóknir sínar og staðið fyrir ilmandi upplifunum s.s. Ilmsturtuna sem sló í gegn á HönnunarMars 2019.
Ilmbanki íslenskra jurta er safn ilma úr íslenskri náttúru sem Nordic angan hefur safnað undanfarin ár í tengslum við rannsóknir sínar á eimingu íslenskra jurta til að ná úr þeim ilmkjarnaolíur. Í Ilmbankanum fá gestir að þefa af ilmmum úr íslenskri náttúru ásamt því að skoða Ilmmyndir, fara í Ilmsturta og upplifa skógarvegginn ásamt fleirum ilmtengdum upplifunum.
Nordic angan er eimingar- og rannsóknarstofa með fókus á að rannsaka angan íslenskrar náttúru og að eima íslenskar ilmkjarnaolíur. Þær Elín Hrund og Sonja Bent miðla angan íslenskrar náttúru í gegnum hönnunartengdar upplifanir og hönnunarvöru Nordic angan, ásamt því að hýsa Ilmbanka íslenskra jurta.
Hér er hægt að kynna sér allt um Nordic angan: