26. mars, 2020
FG
Nýtt gallerí á Skólavörðustíg 5
Þrátt fyrir krefjandi tíma mun Inga Elín Gallerí opna á morgun, föstudaginn 27. mars í hinu sögufræga húsi frá 1881 á Skólavörðustíg 5. Opnunarhátíðinni verður frestað en tekið verður úr lás kl. 14 þar sem nýja Svarta Línan verður til sýnis ásamt öðrum stærri listaverkum eftir Ingu Elínu. Boðið verður upp á fría heimsendingu ásamt opnunartilboði þar sem hægt verður að kaupa fjóra Veltibolla á verði þriggja.