Sýninginn verður opin alla daga á opnunartíma safnsins en Ingrid verður sjálf í sýningarrýminu að vinna á hverjum degi milli 14-16. Þá er tækifæri til að fræðast af henni og kynna sér hvernig hún nær fram þessum einsstöku listaverkum.
Ingrid býr og starfar í Vesterålen í Norður-Noregi en hefur sýnt í listgalleríum víða um heim en hún sérhæfir sig í hönnun á textil skúlpturum og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Á Skriðuklaustri mun hún meðal annars sýna textilhluti þar sem silkið er litað með lúpínu og svo saumað í vöflusaum.
Sýningin verður einungis opin þessa daga og einstakt tækifæri til að hitta listakonuna á milli 14-16 þessa daga. Ingrid er einnig tilbúin til að hitta gesti á öðrum tímum og er þá hægt að hafa samband við hana í síma +47 99157544