London Design Fair verður haldið dagana 19.-22. september 2019. Bæði einstaklingar (hönnuðir/vörumerki) og alþjóðlegar handverksstofnanir og samtök geta sótt um þátttöku á International Craft Pavilion sem er hluti af London Design Festival á þessu ári. Áhersla er lögð á hagnýtt samtíma listhandverk og hönnun hvaðanæva úr heiminum. Yfir 29.000 gestir heimsækja viðburðinn á hverju ári.
Hér er hægt að finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 18. apríl 2019