Interwoven

Sýning í Norræna húsinu.

Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem tengjast fjórum háskólum á norður heimskautasvæðinu; Listaháskóla Íslands, the University of Lapland, the Sámi University College and the Bergen Academy of Art and Design.
Listir og handverk eru sterklega samtvinnuð daglegu lífi okkar og oft á tíðum erum við ekki meðvituð um tilvist þeirra og áhrif. Á þessari sýningu er sýnt hvernig samtímalist og hönnun ýmist renna saman eða skarast með notkun handverks.

Sjálfbærni, handverk og menning er útgangspunktur allra þeirra verka sem sýnd eru á sýningunni. Ýmist er lögð áhersla á Sami duodji, náttúruna, menningu, daglegt líf, minningar, eða beina þátttöku sýningargesta. Listamennirnir og hönnuðirnir eiga það sameiginlegt að vinna á mörkum listar og handverks, sem þeir nýta á nýstárlegan hátt.
Málþing fyrirlestrar og vinnusmiðjur verða skipulagðar í tengslum við sýninguna. 

Sýningarstjóri er Ásthildur B. Jónsdóttir, lektor við Listaháskóla Íslands

Verkefnið er styrkt af Nordic Culture Fund.

Listamenn: Ann Majbritt Eriksen, Antti Stöckell, Gabriel Johann Kvendseth, Jóní Jónsdóttir, Kiyoshi Yamamoto, Maarit Magga, Maria Huhmarniemi, Marjo Pernu, Rakel Blomsterberg and Thelma Björk Jónsdóttir.

Sjá nánar um sýninguna hér