Ellefu ARKIR og tveir bókbindarar frá bókbandsverkstæðinu Bóklist sýna verk sín.
Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis.
Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og bókbindararnir Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir.
Sýningarstjóri er Rebecca Goodale.
Sjá nánar á vef ARKANNA