Bókverkasýningin JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Landsbókasafni Íslands er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og stendur til sunnudagsins 20. september. Sýninguna er að finna í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Nánar verður tilkynnt um viðburði tengda sýningunni síðar.
JAÐARLÖND er samsýning sextán listamanna frá sjö löndum: þar sýna tíu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, síbreytilegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.
Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA, og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Gestir beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og almennum nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
Sýningin stendur til 20. september.
Til 28. ágúst er afgreiðslutími Þjóðarbókhlöðu frá 9-17 virka daga en frá 31. ágúst verður opið frá 8:15-22 mán-fim, frá 8:15 -19 á föstudögum og 11-17 um helgar.
Á vef Landsbókasafns má lesa um sýninguna, listamennina og verkin.