Ætlunin er að afhjúpa leyndardóma víkingatímans með tilraunakenndri fornleifafræði. Eiríksstaðir og Hurstwic bjóða þér inn í veröld “tilrauna-fornleifafræði”. Þú stígur inn í Íslendingasögurnar og upplifir þennan kyngimagnaða heim. Horfðu, snertu, prófaðu og upplifðu veröld víkinganna.
Sjónum verður beint að tilrauna-fornleifafræði sem tæki til að upplýsa þau leyndarmál sem hafa um aldir hvílt yfir járngerð á Íslandi í fornöld. Að verkefninu kemur einvala lið sérfræðinga bæði Íslenskir og bandarískir vísinda- og fræðimenn, sem ætla sér að opinbera leyndarmáið. Gestum verður boðið, en ekki aðeins til að horfa á, heldur að leggja hönd á plóginn við þá vinnu sem breytir jörð í járn.
Auk járngerðar verður margt annað í boði fyrir gesti til að uppgötva og prófa, tengt heimi víkinganna. Þar verða til leiðsagnar sérfræðingar á sviði handverks, þjóðfræði, galdra, vopna, fornleifafræði og fleiri sviðum.
Síðustu 20 ár hafa samtökin Hurstwic notað vísindalegar aðferðir til að rannsaka, læra og prófa ýmislegt tengt víkingum, sokkið sér af ákafa ofan í verkefnin, opin fyrir því sem kynni að koma í ljós. Þessi nálgun hefur byggt upp góðan orðstýr víða um heim, byggt á okkar sérstæðu rannsóknaraðferðum, bæði meðal fræðafólks og áhugamanna.
Eiríksstaðir, fæðingarstaður landkönnuðarins Leifs heppna Eiríkssonar, er staður þar sem hægt er að heimsækja 10. aldar langhús, byggt með aðferðum tilraunafornleifafræði. Þetta er staður sem byggður var í góðri samvinnu arkitekta, fornleifafræðinga og frábærra handverksmanna. Tekist hefur að skapa notalegt umhverfi, sem er hinn fullkomni staður til að segja sögur af landnámsmönnum og konum. Eiríksstaðir eru opnir almenningi; Staður þar sem hægt er að snerta og finna anda víkingatímans.
Af hverju járngerð?
Ein af ástæðum þess að víkingar ríktu í norður Evrópu í þrjár aldir er hæfni þeirra til að búa til járn og stál, sem notað var í verkfæri, vopn og til viðskipta. Við ætlum okkur að búa til járn í fyrsta skipti í aldir. Við opnum dyr sem hafa verið læstar í þúsund ár og vinnum járn á heimili Eiríks rauða, þekktrar sagnapersónu, landkönnuðar og landnámsmanns.
Dagskrá
Föstudagur til sunnudags 11.00 - 17.00 á Eiríksstöðum - viðburðir yfir daginn:
Annað:
17.30 - 19.30 Staðsetning: Félagsheimilið Árblik