Jólamarkaðstré í Heiðmörk

Jólamarkaðstré í Heiðmörk

Védís Jónsdóttir hönnuður sá um að skreyta torgtré Skógræktarfélags Reykjavíkur á Jólamarkaðinum í Heiðmörk. Efniviðurinn í skrautið eru ónýtar og óseljanlegar lopapeysur úr fataflokkun Rauða krossins.

Jólamarkaðstréð er staðsett við Elliðavatnsbæinn. Skrautið úr gömlu lopapeysunum eru flögg og englalopakjólar, gerðir úr axlastykkjum en heillegir bolir urðu að jólasokkum og barnaermar að óbrjótanlegar jólakúlum. Þetta fallega skraut er gott dæmi um í endurvinnslu í verki og spennandi verður að fylgjast með hvernig veður og vindar munu fara með skrautið. Jólamarkaðstréð er hægt að berja augum alla daga.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin allar aðventuhelgar kl. 12-17. Fjölmargir handverskaðilar og smáframleiðendur matvæla selja spennandi vörur á handverksmarkaði sem opinn er á sama tíma. Skógræktarfélagið selur jólatré, tröpputré, greinar og eldivið og hægt er að gæða sér á kakói og kruðeríi. Boðið er upp á spennandi menningardagskrá með upplestrum yfir varðeldi í Rjóðrinu sem er skjólgóður grenilundur rétt við Elliðavatnsbæinn.

www.heidmork.is