Jólin eru á næsta leiti því blása Kolla og Maja Stína til jólamarkaðar í Leirbakaríinu, Akranesi.
Jólamarkaðurinn hefst með Aðventukvöldi föstudaginn 29. nóvember frá kl. 17-21 og svo er opið laugardag 30. nóv kl. 14 - 18 og sunnudag 1. des frá kl. 15 - 18. Hillurnar svigna undan nýjum munum sem eru klárir jólapakkana.
Þessa helgi verður 10% afsláttur af öllum vörum í galleríinu auk annarra veglegra tilboða. Allir sem versla setja nafn sitt í pott og eiga annig möguleika á glæsilegum vinningi þegar nær dregur jólum.
Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur.