Hinn árlegi jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar keramikers er eftirtalda daga að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði :
Föstudaginn 24. nóvember kl 16 - 21
Laugardaginn 25. nóvember kl 11 - 18
Sunnudaginn 26. nóvember kl 11 - 18
Á markaðnum verða einungis ný verk sem framleidd hafa verið síðustu mánuðina.
Einnig verða léttar veitingar og alls kyns góðgæti eins og kaffi, gos, vín og bjór. Smáréttir á föstudeginum og smákökur og fleira góðgæti.
Jólamarkaðurinn er 10 ára í ár, og í tilefni þess verður gert meira úr veitingum, en einnig verður happdrætti og annað skemmtilegt í tilefni tímamótanna.
Allir velkomnir !
Bjarni Sigurdsson, keramiker,
Vinnustofa Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Sími 862 3088.