08. desember, 2021
FG
Embla Sigurgeirsdottir keramiker opnar jólamarkað í Vesturbæ Reykjavíkur í dag, miðvikudag kl. 16.
Jólamarkaðurinn er að Brekkustíg 3 í Vesturbæ Reykjavíkur að Brekkustíg 3, kveikt á útikertum til að vísa veginn.
Opnunartíminn er þessi:
- Miðvikudagur 8. des. kl. 16-20
- Föstudagur 10. des. kl. 16-20
- Laugardagur 11. des. kl. 13-17
- Sunnudagur 12. des. kl. 13-17
Það er ýmislegt fallegt í boði á jólamarkanum sem hefst í dag, á honum verður bókstaflega allt sem Embla hefur verið að gera, bæði gamalt og nýtt. Þar verða auðvitað huggulegu luktirnar sem eru alltaf vinsæl og falleg gjöf, kaffibollarnir, vasar sem og nýju brjóstaskrínin og veggverkin. Einnig verða síðustu eintökin af mörgu sem Embla er að hætta með, mikið af skartgripum, eyrnalokkar, hálsmen og hringar, einstakar vörur sem ekki verða endurteknar, prufur og tilraunir, jólaskraut sem og útlitsgallaðar vörur á afslætti.
Verið hjartanlega velkomin á æskuheimili Emblu í gamla Vesturbænum að Brekkustíg 3, kveikt á útikertum til að vísa veginn.