Til stendur að opna lifandi jólamarkað í Gamla bíói, dagana 16. - 22. des. frá kl. 15:00 - 22:00. Hugmyndin er að skapa kósí jólastemmningu í þessu fornfræga húsi í hjarta borgarinnar. Þarna mun ægja saman handverki, hönnun, list og gersemum frá öllum heimshornum í bland við veitingasölu, uppákomur og lifandi tónlist.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessum hátíðarhöldum, sendu þá beiðni á gamlabio@gamlabio.is ásamt upplýsingum um það sem þú vilt bjóða upp á.
Boðið er upp á 2 stærðir af rýmum (verð er per dag):
9 fm. rými: kr. 20.000 kr. + vsk.
2 metra langt borð: 10.000 kr. + vsk.
Þeir sem bóka allt tímabilið fá 10% afslátt. Innifalið eru borð, rafmagn, stólar, kynning og auglýsingar auk fjölbreyttra skemmti- og tónlistaratriða.
Ekki missa af þessari hugljúfu og skemmtilegu jólastemmningu sem við ætlum að skapa saman á aðventunni en alls kyns góðgæti verður á boðstólunum eins og m.a. kakó, vöfflur og ilmandi jólaglögg.
Svo er aldrei að vita nema að jólasveinninn verði á ferðinn en til stendur að skapa skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna.
P.s. ef þú lumar á skemmtiatriði ,og vilt koma list þinni á framfæri á einu glæsilegasta sviði landsins í Gamla bíói þá viljum við endilega heyra frá þér/ykkur.
Áhugasamir geta sent línu á gamlabio@gamlabio.is