9.-11. desember 2016
Danske Kunsthåndværkere & Designere standa fyrir flottum jólamarkaði tvær fyrstu helgarnar í desember. Um síðustu helgi voru fjórir þátttakendur frá Íslandi með á markaðinum, þær Birna Kristín Hlöðversdóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Fanney Antonsdóttir og Koffort.
Jólamarkaðurinn er haldinn í upphituðum tjöldum í Grønnegården við Design Museum í Kaupmannahöfn og þar má finna fjölbreyttan listiðnað, handverk og hönnun. Smelltu hér til að skoða lista yfir alla þátttakendurna.