Danske Kunsthåndværkere & Designere (DKoD) stendur fyrir glæsilegum jólamarkaði við Design Museum í Kaupmannahöfn tvær fyrstu helgarnar í desember.
Alla jafna eru viðburðir DKoD einungis fyrir meðlimi en nú stendur listhandverksfólki og hönnuðum frá hinum norðurlöndunum til að boða að sækja um að vera með. Jólamarkaðurinn er haldinn í upphituðum tjöldum við Design Museum í Kaupmannahöfn og þar verður að finna hágæða listiðnað, handverk og hönnun.
Dagsetningar
Fyrri helgin: 29.11 – 30.11 – 1.12 (laus pláss)
Seinni helgin: 6.12 – 7.12 – 8.12 (fullbókað)
Opnunartími báðar helgarnar
Föstudagur: 12-17
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 30. september 2019.