Sjóminjasafnið í Reykjavík auglýsir eftir þátttakendum í jólamarkaði safnsins helgina 19. - 20. nóvember.
Leitað er að vönduðu handverki og handavinnu en markmiðið er að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval og gæða muni.
Borðið kostar 3500 krónur yfir daginn, alls 7000 krónur fyrir helgina. Opið verður frá kl. 10.00 -17.00 báða dagana. Markaðurinn er inni í rými kaffihúss safnsins en þar er pláss fyrir um 17 þátttakendur.
Áhugasamir sendi póst á Ágústu Rós Árnadóttur, verkefnastjóra viðburða agusta.ros.arnadottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 20. október eða þar til öll borð fyllast.