Jólamarkaðurinn í Heiðmörk
Auglýst er eftir þátttöku á handverksmarkaði á Jólamarkaðinum í Heiðmörk sem haldin er allar aðventuhelgar. Löng hefð er fyrir markaðnum sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Á handverksmarkaðnum geta gestir keypt spennandi vörur til gjafa eða eigin nota en lögð er áhersla á vandaðar handunnar vörur úr náttúrulegum efnum, listhandverk úr viði og innlend matvæli og snyrtivörur. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku og er umsóknarfrestur til 26. október, öllum umsóknum verður svarað 1. nóvember.
Söluaðilar á handverksmarkaðnum
Söluaðilum býðst að leigja söluborð eina eða fleiri aðventuhelgar. Sérstök áhersla er lögð á handverk úr náttúrulegum efnum sem og innlenda matargerð og snyrtivörur. Markaðsborð eru staðsett í tveimur samliggjandi sölum í Elliðavatnsbænum. Söluaðilar fá borð (150×80 cm), stóla og aðgang að rafmagni. Svæðið er fallega skreytt og upplýst. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um markaðssetningu og kynningu bæði í hefðbundnum miðlum og á samfélagsmiðlum.
Á handverksmarkaðnum er lögð áhersla á:
Jólamarkaðurinn er opin allar aðventuhelgar kl. 12 – 17.
Fyrsta aðventuhelgin ● 26. – 27. nóvember
Önnur aðventuhelgin ● 3. – 4. desember
Þriðja aðventuhelgin ● 10. – 11. desember
Fjórða aðventuhelgin ● 17. – 18. desember
Umsóknarfrestur og verð:
Umsóknarfrestur er til miðnættis 26. október á netfangið – jolamarkadur (hjá) heidmork.is – öllum umsóknum verður svarað 1. nóvember.
Umsókninni skal fylgja:
– Nafn, netfang og símanúmer umsækjanda.
– Heiti og lýsing á söluvöru.
– Mynd / myndir af söluvöru sem nota má í kynningarefni.
– Kennitala greiðanda vegna leigu á sölubás.
– Ósk um aðventuhelgi / helgar.
Verð fyrir söluborð:
Ein helgi: 14.000 kr.
Tvær helgar: 25.000 kr.
Þrjár helgar: 36.000 kr.
Fjórar helgar: 44.000 kr.
ATHUGIÐ söluborð eru ekki leigð út staka daga.
Svör
Svör við umsóknum verða send til þátttakenda 1. nóvember. Við val á þátttakendum er tekið mið af þeirri vörustefnu sem Jólamarkaðurinn setur en lögð er áhersla á vandaðar handunnar vörur úr náttúrulegum efnum, listhandverk úr viði eða með vísun í skógarmenningu og innlend matvæi og snyrtivöru. Ásókn í söluborð á handverksmarkaðnum hefur undanfarin ár verið mun meiri heldur en framboðið. Af þessum sökum er nauðsynlegt að velja úr umsóknum.
Nánari upplýsingar
Margrét Valdimarsdóttir, jólamarkaðstjóri, sími 848 0863 – jolamarkadur (hjá) heidmork.is