Jólamarkaðurinn í Strassborg í desember 2017

Jólamarkaðurinn í Strassborg í desember 2017 

- Síðasta tækifæri til að skrá sig

Íslandi hefur boðist að vera heiðursgestur á jólamarkaðinum í Strassborg í desember 2017. Um er að ræða lítið jólaþorp undir merkjum Íslands þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst kostur á að selja ýmsar vörur s.s. handverk, matvæli og drykkjarvörur. 
 
Markaðurinn hefst 3. desember og stendur fram til jóla. Mögulegt er að skipta tímabilinu upp á milli fyrirtækja.
 
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til kynningar og markaðssetningar á íslenskum vörum á frönskum markaði og vill Sendiráð Íslands í París kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Pálínu Björk Matthíasdóttur hjá sendiráðinu, pbm@mfa.isfyrir 5. júlí nk

Nánari upplýsingar á vefsíðu Íslandsstofu