Léttar veitingar frá 17 Sortum og Omnom.
Sérstakur jólakokteill að hætti Hlínar.
Happdrætti og almenn gleði.
Nýjar vörur og ný merki kynnt.
Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður frá Ása Iceland kynnir skartgripalínuna sína ii. Indland - Ísland er skartgripalína hönnuð undir áhrifum indverskrar skartgripahefðar. Einstaklega falleg lína þar sem einföld og stilhrein form leika aðalhlutverk.
Erla Gísladóttir list- og snyrtifræðingur, veitir faglega ráðgjöf á ilmkertunum EG-ilma. En þau hafa svo sannarlega slegið í gegn. Íslensk ilmkerti framleidd úr ilmvötnum.
Bjarni Bjarkason gullsmiður kemur einnig og kynnir glænýja silfurskartgripi.
Einnig verður nýjasta ilmvatnið frá Laboratory Perfumes, Atlas kynnt. Ensku ilmsérfræðingarnir halda áfram að koma okkur á óvart. Imvötnin þeirra og kertin hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi. Atlas er ævintýralegur ilmur innblásinn frá fjöllunum í Marokkó.
Sjá nánar hér