JÓLASKRAUT 2019
HANDVERK OG HÖNNUN auglýsir eftir nýjum hugmyndum af jólaskrauti. Það getur verið allskonar en óskað er eftir jólaskrauti sem er á einhvern hátt endurnýtt, endurunnið eða endurgert. Valið verður úr innsendum hugmyndum og þeim komið á framfæri í desember. Umfang þeirrar kynningar mun ráðast af fjölda hugmynda.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að tilkynna það á handverk@handverkoghonnun.is í síðasta lagi 15. okt. 2019