Jurtir og skógarnytjar á Skyggnissteini

Á Skyggnissteini nyrst í Tungunum sýsla Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar, Sigurður Jónsson, með gróður jarðar í anda lífrænnar ræktunar og vistræktar (permakúltúr) og gera tilraunir til að bæta sig. Í sumar halda þau nokkur námskeið um þessi hugðarefni sín og er það næsta haldið laugardaginn 20. júlí og fjallar um jurtir og skógarnytjar. 

Jurtir og skógarnytjar - 20. júlí - Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir

Bjarni Þór Kristjánsson er smíðakennari og áhugamaður um gamalt handverk og starfshætti. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). 

Þér er boðið til okkar laugardaginn 20. júlí að fræðast um ræktun, skógarnytjar og að njóta náttúrunnar. Bjarni gengur um skóginn og segir frá hvernig hægt er að nýta allt tréð, ræturnar, viðinn, börkinn og blöðin ásamt mismunandi eðli og eiginleikum trjátegunda sem á vegi okkar verða. Einnig kennir hann grunnhandtökin í að tálga við. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.
Hópurinn er lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.
 

Þann 27. júlí verður svo fjallað um jurtir og jóga. Síðasta námskeiðið verður svo haldið þann 24. ágúst og fjallar það um jurtir og vinnslu

Hér má svo finna nánari upplýsingar um viðburði á Skyggnisteini í sumar.