Á Skyggnissteini nyrst í Tungunum sýsla Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar, Sigurður Jónsson, með gróður jarðar í anda lífrænnar ræktunar og vistræktar (permakúltúr) og gera tilraunir til að bæta sig. Í sumar halda þau nokkur námskeið um þessi hugðarefni sín og er það næsta haldið laugardaginn 20. júlí og fjallar um jurtir og skógarnytjar.
Jurtir og skógarnytjar - 20. júlí - Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir
Bjarni Þór Kristjánsson er smíðakennari og áhugamaður um gamalt handverk og starfshætti. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).
Þann 27. júlí verður svo fjallað um jurtir og jóga. Síðasta námskeiðið verður svo haldið þann 24. ágúst og fjallar það um jurtir og vinnslu.
Hér má svo finna nánari upplýsingar um viðburði á Skyggnisteini í sumar.