Kanntu að spinna á halasnældu? - Örnámskeið
Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu. Námskeiðið er hugsað sem kynning á grunnhandtökum en vakin er athygli á lengra námskeiði sem hægt er að sækja í framhaldinu.
Kennari: Marianne Guckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti= 3 klst.
Tími: 26. september - fimmtudag kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 8.100 kr. (7.290 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.