Í tilefni 25 ára afmælis Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4, er boðið til afmælisveislu föstudaginn 27. apríl kl. 17.
Allir velkomnir að fagna þessum stóru tímamótum. Eitthvað gott í munn, fast og fljótandi verður í boði og frábær tombóla.
Lúðrasveitin Svanur mun ganga frá Ingólfstorgi að Vesturgötu 4, kl. 17 og halda uppi fjörinu með lúðrablæstri. 25% afsláttur verður af völdum vörum frá kl 17 - 19.