Knipl byggir á að þræði á litlum trékeflum er brugðið á ákveðin hátt utan um títuprjóna svo úr verður blúnda. Möguleikar í knipli eru fjölmargar, t.d. skartgripagerð, páska- og jólaskraut. Heimilisiðnaðarskólinn heldur örnámskeið mánudaginn 3. apríl kl. 18-21 í Nethyl 2e. Á þessu stutta námskeiði eru kynntir þeir fjölbreyttu möguleikar sem felast í gerð ýmissa smáhluta. Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna undirstöðuatriði í knipli en byrjendur eru hjartanlega líka velkomnir. Nemendur fá til eignar eftir námskeiðið efni og áhöld til að halda áfram að knipla. Kennari er Anna Jórunn Stefánsdóttir, námskeiðgjald 8.500 kr (7.650 kr. fyrir félagsmenn Heimilisiðnaðarfélagsins), efni er innifalið. Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500. Sá nánar um Heimilisiðnaðarfélagið – www.heimilisidnadur.is