Opnunartímar:
24. júní: 12-18 (opnunarhóf kl. 16-18)
25. júní: 10-18
26. júní: 10-18
27. júní: 12-16
28. júní: 12-16 (hönnunarspjall kl. 14-15)
Kósý veröld Lúka línan snýst um að skapa notalegt og hlýlegt andrúmsloft. Hún snýst um frið, jafnvægi og sköpunargleði inni á heimilum okkar. Boðið er upp á breiða línu af umhverfisvænum og sjálfbærum húsbúnaði með samþætt heildarútlit fyrir heimilið. Sýningin er í sal Handverks og hönnunar.
Kósý veröld Lúka línan snýst um notalegt andrúmsloft, innri ró og frið. Um er að ræða umhverfisvænan og sjálfbæran húsbúnað sem er framleiddur hérlendis. Vörurnar eiga að auðvelda okkur að upplifa gæðastundir hvort sem er með sjálfum okkur eða öðrum. Línan var frumsýnd á HönnunarMars 2019 og verið er að halda áfram að þróa línuna sem býður upp á samþætt heildarútlit fyrir heimilið. Vörurnar sem til sýnis verða eru t.d. veggskraut, kertastjakar, bretti og/eða framreiðslubakkar, speglar og teppi. Vörurnar eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum á borð við birki, eik og ull en einnig stáli, steypu og gleri. Litirnir eru róandi og hlýir. Brúnir og gráir tónar eru ríkjandi ásamt rauðum, gulum og bláum.
Brynhildur Þórðardóttir hönnuður Lúka Art & Design, er með BA Í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO-ON og Varma. Brynhildur hefur einnig starfað sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir verk sín.