08. desember, 2021
Gesta og gauragangur á laugardaginn!
Stöllurnar Helga Ragnhildur Mogensen, Sunna Sigfríðardóttir og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir munu taka á móti gestum og gangandi á vinnustofunni Kristínar (#205) á Korpúlfsstöðum laugardaginn 11. desember frá kl. 13-17. Spritt og grímur á staðnum.
Helga Mogensen skartgripahönnuður verður með skartgripi og box sem hún galdrar úr rekavið sem týndur er á Ströndum. Helga hefur um árabil unnið með óhefbundin efnivið í sínum verkum. Fundin veðruð efni úr náttúrunni sem hún yfirfærir m.a. í litla skúlptúra og persónulega, stílhreina skartgripi.
Sunna Sigfríðardóttir er að ljúka námi við keramikdeild Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún verður með ýmis verk unnin í keramik og önnur efni. Sunna hefur lengi haft málverkið sem sinn aðal miðil en tengir nú saman ólík efni. Er áhugavert að sjá hverning henni tekst að ná fram áhrifum með glerungum á leirinn, eins og hún skilar í málverkum sínum á einfaldan, hæglátan og nærgætinn hátt.
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir verður með það sem hún hefur verið að fást við á vinnustofunni undanfarin ár, í bland við ýmislegt nýtt. Leir, postulín, gler og textíll.
Verið hjartanlega velkomin, sjá nánar
hér.